Samstarfsaðilar

Hópurinn sem stendur að verkefninu á í margs konar samvinnu við innlenda og erlenda fræðimenn svo og stofnanir og tengslanet. Tveir þekktir fræðimenn, Ian Gregory prófessor í Digital Humanities við Lancaster-háskóla og einn stofnenda The Great Britain Historical GIS, og Robert Evan aðstoðarprófessor í lýðfræði við Háskólann í Minnesota, eru ráðgjafar hópsins. Við höfum einnig boðið innlendum og erlendum fræðimönnum á fundi okkar, þar á meðal Cormac Ó Grada við University College Dublin og John Ragnar Myking við Høgskulen på Vestlandet. Hópurinn er í náinni samvinnu við Þjóðskjalasafn Íslands sem hefur veitt okkur sérfræðiaðstoð og aðgang að heimildum. Við höfum einnig verið í tengslum við Landmælingar Íslands varðandi aðgang að kortum og og landfræðilegum gögnum.